Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Terry svarar fyrir sig: Allur ágóðinn fer í góðgerðarsjóð
John Terry.
John Terry.
Mynd: John Terry
John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea, hefur svarað fyrir þær fréttir að hann sé að rukka háar fjárhæðir fyrir áritanir og fleira.

Það var sagt frá því í fjölmiðlum í Bretlandi á dögunum að Terry væri núna að ferðast í kringum England þar sem hann kemur fyrir og skemmtir fólki með sögum úr fótboltanum.

Fram kom á Telegraph að Terry sé að rukka rúmar fjögur þúsund krónur inn á þessa viðburði hjá sér og svo geti fólk borgað tæpar 17 þúsund krónur ofan á það til að fá áritun frá kappanum.

Svo er hægt að borga um 84 þúsund krónur til að fá sérstakan pakka þar sem þú færð tækifæri til að snæða kvöldverð með Terry; þú færð þá líka áritun og mynd með honum.

Terry hefur núna svarað fyrir þennan fréttaflutning og segir hann að allur ágóði af þessum viðburðum fari í góðgerðarsjóð sem hann er búinn að stofna.

Terry er einn farsælasti varnarmaður sem Englendingar hafa átt en hann lagði skóna á hilluna fyrir fyrir fimm árum síðan.


Athugasemdir
banner