Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Verratti er lentur í Katar
Mynd: EPA

Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti er lentur í Katar þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá Al-Arabi og verður liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar.


Verratti er 30 ára gamall og hefur verið hjá PSG í ellefu ár. Hann á 416 leiki að baki fyrir félagið og heldur nú í katarska boltann, en það vekur athygli að Verratti hefur aldrei prófað að spila í Serie A á ferlinum.

Hann var lengi vel lykilmaður í ítalska landsliðinu og er enn mikilvægur partur af hópnum, með 55 landsleiki að baki.

Al-Arabi borgar 45 milljón evrur fyrir Verratti og mun hann spila með Rafinha og Abdou Diallo auk Arons Einars.


Athugasemdir
banner