Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti er lentur í Katar þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá Al-Arabi og verður liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar.
Verratti er 30 ára gamall og hefur verið hjá PSG í ellefu ár. Hann á 416 leiki að baki fyrir félagið og heldur nú í katarska boltann, en það vekur athygli að Verratti hefur aldrei prófað að spila í Serie A á ferlinum.
Hann var lengi vel lykilmaður í ítalska landsliðinu og er enn mikilvægur partur af hópnum, með 55 landsleiki að baki.
Al-Arabi borgar 45 milljón evrur fyrir Verratti og mun hann spila með Rafinha og Abdou Diallo auk Arons Einars.
Marco Verratti has signed in today as new Al Arabi player, plan confirmed ????????
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 12, 2023
Paris Saint-Germain receive €45m fee for Italian midfielder ???????????? pic.twitter.com/OeQYTLnje5