
ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu deildum, hefur óskað eftir samstarfi við KSÍ um að fara í sérstakt átaksverkefni til þess að vekja meiri athygli á kvennadeildunum fyrir næstu þrjú keppnistímabil.
Þetta kemur fram í fréttabréfi ÍTF en þar segir að hugmyndirnar felist í því að auka sýnileika deildanna, búa til jákvæða umræðu um fótbolta kvenna og auka aðsókn og áhuga á leikjum.
Þetta kemur fram í fréttabréfi ÍTF en þar segir að hugmyndirnar felist í því að auka sýnileika deildanna, búa til jákvæða umræðu um fótbolta kvenna og auka aðsókn og áhuga á leikjum.
„Mikilvægt er að kortleggja stöðuna eins og hún er í dag, þ.e. áhuga á knattspyrnu kvenna, hvar sóknarfærin eru og hverjir markhóparnir eru áður en lagt er af stað í þessa vegferð. Hugmyndir ÍTF ráð fyrir því að virkja aðildarfélögin, fá þeirra álit og annarra sem starfa við knattspyrnu kvenna. Í framhaldinu yrði svo unnið að því að setja saman verkefni með það að markmiði að auka sýnileika og áhuga á deildunum," segir í fréttabréfinu.
„UEFA býður upp á sérstaka fjárveitingu í slík verkefni og hefur ÍTF óskað eftir því við KSÍ að sótt verði sérstaklega um fjármagn í verkefnið sem yrði unnið að öllu leiti í samstarfi KSÍ og ÍTF. Beðið er viðbragða KSÍ við þessum óskum en hugmynd ÍTF er að undirbúningur hefjist nú þegar og hægt verði að ýta verkefninu úr vör strax í byrjun næsta árs eða fyrir næsta keppnistímabil."
Í fréttabréfinu kemur einnig fram að í sumar hafi að meðaltali verið 201 áhorfandi á hvern leik í Bestu deild kvenna. Það er nánast sami fjöldi og á síðasta ári.
Athugasemdir