Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 13. september 2024 07:00
Elvar Geir Magnússon
Áhugi Liverpool á Musiala eykst
Powerade
Jamal Musiala.
Jamal Musiala.
Mynd: EPA
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Verður Chilwell í hópnum?
Verður Chilwell í hópnum?
Mynd: Getty Images
Landsleikjaglugginn er að baki og enska úrvalsdeildin fer aftur í gang á morgun. Hér er allt helsta slúðrið á einum stað. Þýskir landsliðsmenn eru orðaðir við enska boltann.

Áhugi Liverpool á sóknarmiðjumanninum Jamal Musiala (21) hjá Bayern München hefur aukist. Manchester City, Real Madrid, Barcelona og Paris St-Germain fylgjast öll með þýska landsliðsmanninum. (Caughtoffside)

Arsenal og Newcastle eru tilbúin að bjóða Leroy Sane (28), kantmanni Bayern München og Þýskalands, leið aftur í ensku úrvalsdeildina. (Givemesport)

Líkurnar á að Manchester United geti fengið Xavi Simons (21) frá Paris St-Germain hafa aukist. Hollenski landsliðsmaðurinn, sem er á láni hjá RB Leipzig, sér ekki framtíð fyrir sér hjá franska stórliðinu. (Teamtalk)

Launakröfur Adrien Rabiot (29) hafa fælt áhuga Manchester United og Arsenal frá. Franski miðjumaðurinn er félagslaus og vill fá 220 þúsund pund í vikulaun. (GiveMeSport)

Jonathan David (24) hjá Lille og Ivan Toney (28), sem er nú hjá Al-Ahli, voru á blaði Manchester United ef félaginu hefði ekki tekist að fá Joshua Zirkzee (23) frá Bologna. (ESPN)

Inter á Ítalíu hefur áhuga á að fá enska miðjumanninn Jacob Ramsey (23) frá Aston Villa. (Caughtoffside)

David Datro Fofana (21), framherji Chelsea og Fílabeinsstrandarinnar, hefur samþykkt lánssamning við tyrkneska félagið Göztepe SK eftir að fyrirhuguð skipti hans til AEK Aþenu runnu út í sandinn. (Fabrizio Romano)

West Ham hefur áhuga á að fá Joel Matip (33), fyrrverandi varnarmann Liverpool, á frjálsri sölu. (Ruhr24)

Ashley Cole, fyrrum varnarmaður Englands og Chelsea, ætlar að hætta í þjálfarateymi Birmingham City til að fara í fullt starf hjá enska fótboltasambandinu og styðja Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfara Englands. (Athletic)

Enski varnarmaðurinn Ben Chilwell (27) hjá Chelsea vonast til að vera í 25 manna leikmnannahópi félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann fer ekki á lán til Tyrklands. (Telegraph)

Arsenal og Chelsea munu halda Viktor Gyökeres (26), framherja Sporting Lissabon, á óskalista sínum fyrir félagaskiptagluggann næsta sumar. (Football Insider)

Junior Firpo (28) vill skrifa undir nýjan samning við Leeds en er opinn fyrir því að snúa aftur til Spánar ef samningar nást ekki. Real Betis hefur áhuga á varnarmanninum. (Teamtalk)

Sergio Ramos (38), fyrrum varnarmaður Real Madrid, er að spá í að fara í bandarísku MLS-deildina eftir að ljóst var að hann færi ekki til Botafogo í Brasilíu. (Goal)

Umboðsmaður Nico Williams (22) kantmanns Athletic Bilbao segir að Spánverjinn hafi hafnað því að fara til Barcelona vegna þess að hann vildi vera hjá Baskafélaginu í eitt ár í viðbót. (AS)

Eigendur AC Milan eru óánægðir með viðhorf Zlatan Ibrahimovic (42) í hlutverki sínu sem helsti ráðgjafi félagsins. (La Repubblica)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner