sun 13. október 2019 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn um 2 þúsund miðar eftir á leikinn gegn Andorra
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands í þessu verkefni, á æfingu fyrr í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands í þessu verkefni, á æfingu fyrr í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Andorra á morgun í undankeppni EM 2020.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, en það er ekki orðið uppselt á leikinn. Það eru enn um 2 þúsund miðar eftir á leikinn sem fer fram annað kvöld.

Ísland mætti Frakklandi síðastliðið föstudagskvöld og tapaði naumlega 1-0. Þá var uppselt og mikil stemning á Laugardalsvellli.

Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til að tryggja sér miða og styðja strákana okkar til sigurs í þessum mikilvæga leik gegn Andorra. Strákarnir eiga það skilið eftir flotta frammistöðu gegn Heimsmeisturum Frakklands.

Smelltu hér til að nálgast miða á Tix.is.

Sjá einnig:
Þurfum að treysta á Frakka og vinna þrjá síðustu leikina


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner