Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 13. október 2020 15:22
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Þorgrímur Þráinsson starfsmaðurinn með veiruna
Icelandair
Þorgrímur er hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins. Myndin er tekin eftir sigurinn gegn Rúmeníu.
Þorgrímur er hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins. Myndin er tekin eftir sigurinn gegn Rúmeníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er sökudólgurinn," segir Þorgrímur Þráinsson í samtali við Vísi. Hann sé stálsleginn, finni ekki fyrir neinum einkennum en undirstrikar að það sé ekkert feimnismál að hann sé smitaður.

Allt starfslið íslenska landsliðsins er komið í sóttkví en leikið verður gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á morgun.

„Ég er bara feginn að þetta sé ég en ekki einhver annar." segir Þorgrímur við Kolbein Tuma Daðason hjá Vísi en hann segist ekki hafa orðið veikur í marga mánuði og betur til þess fallinn að glíma við sjúkdóminn en margur.

„Það eru endalausir snertifletir, við vorum ekki einir á hótelinu," segir Þorgrímur. Allir hafi gætt fyllsta öryggis en þó fengið leyfi til að fara út í göngutúr, hjóla eða í bíltúr.

Miðað við yfirlýsingu KSÍ virðist landsliðshópurinn sleppa við að fara í sóttkví og allt bendir til þess að leikurinn gegn Belgíu fari fram.

Ekki hefur verið gefið út hverjir verða í nýju starfsliði Íslands í leiknum á morgun en Eiður Smári Guðjohnsen þykir líklegur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner