Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fös 13. október 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Alfreð um framtíðina: Ég er ekki með neinn kvíða gagnvart því
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekkert launungarmál að Alfreð Finnbogason er kominn á seinni ár ferilsins, en hann er kominn með einhverjar hugmyndir um hvað tekur við eftir flottan og langan atvinnumannaferil.

Alfreð er 34 ára gamall og er á góðum stað á ferlinum eftir að hafa gengið í gegnum nokkur erfið ár af meiðslum.

Hann talaði um það í viðtali við Fótbolta.net að hann sé þakklátur fyrir að vera heill heilsu, en sé auðvitað meðvitaður um að hann sé kominn á síðustu ár ferilsins.

Blikinn er með einhverjar hugmyndir um það sem hann vill gera eftir að ferlinum lýkur og hefur þegar menntað sig í íþróttastjórnun frá Johan Cruyff-stofnuninni í Barcelona, en hann hlaut MA-gráðu frá stofnuninni árið 2017.

Það er líklega of snemmt að segja til um hvað hann mun taka sér fyrir hendur eftir ferilinn, en í augnablikinu einbeitir hann sér að því að spila íþróttina.

„Það er rosalega erfitt að tvinna þetta tvennt saman. Þegar ég var samningslaus síðasta sumar og sumarið á undan því var maður að skoða hvaða möguleika maður gæti fengið með hugsanir eftir ferilinn og þegar ég var að endursemja við Lyngby var klárt að ég myndi fá að kíkja aðeins inn í klúbbinn og fá að læra og vera sóknarþjálfari fyrir yngri flokka, en það komst ekkert af stað því ég fór þegar tímabilið var ný byrjað.“

„Þegar þú ert atvinnumaður í fótbolta og verið að greiða þér fyrir það verður fókusinn alltaf að vera á það, en auðvitað hef ég reynt að nýta tímann og undirbúa mig fyrir hvað kemur, en það fer eftir hvaða klúbb þú ert hjá hvort það sé möguleiki eða ekki. Nú er það erfiðara að bæta einhverju við, miðað við hvernig leikja- og æfingaálag hefur verið hingað til er minni möguleiki að geta nýtt sér og byrja á einhverju öðru meðan maður er að spila.“


   12.10.2023 08:00
„Maður verður að horfa í það jákvæða“


Er meiri áhugi á yfirmannsstöðu heldur en þjálfun?

„Ef þú spyrð mig í dag þá myndi ég segja það. Það er fullt af leikmönnum sem hafa engan áhuga á þjálfun og svo hætta þeir, það breytist og það kemur meiri áhugi. Ég ætla ekki að festa mig á eitt né neitt. Ég vil halda öllu opnu og fyrst og fremst að reyna að njóta síðustu áranna í fótboltanum. Maður veit ekkert hvað maður verður lengi og erfitt að plana síðustu árin. Þetta er háð tækifærum og hvernig gengur, hvernig líkamann spilar með, þannig er fyrst og fremst að njóta þess að vera hluti af landsliðinu. Mér finnst hrikalega gaman að koma hingað og spila á háu leveli, þannig er þakklátur fyrir að vera heill og geta verið að gefa af mér á vellinum og utan vallar.“

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke spurði Alfreð hvort honum fyndist hann vera að gefa í skyn að hann væri orðinn gamall og svaraði Alfreð því á kíminn hátt.

„Mér finnst það já, en ég tek því ekki persónulega. Þetta er hluti af þróuninni í lífinu og fótboltanum, en maður verður ekki fótboltamaður að eilífu, það er nokkuð ljóst. Það tekur eitthvað annað við, en ég er ekki með neinn kvíða gagnvart því, það verður bara spennandi og gaman líka,“ sagði Alfreð í lokin.
Alfreð: Sigur fyrir íslenskan fótbolta að fá hann aftur á völlinn
Athugasemdir
banner
banner
banner