Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 13. nóvember 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Janmaat eða Upamecano til Liverpool?
Powerade
Dayot Upamecano
Dayot Upamecano
Mynd: Getty Images
Chelsea vill kaupa Declan Rice.
Chelsea vill kaupa Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með fullt af áhugaverðum kjaftasögum í dag. Kíkjum á þær helstu!



Arsenal, Chelsea og Tottenham vilja öll fá Jerome Boateng (32) miðvörð Bayern Munchen en hann gæti farið frítt frá þýska félaginu næsta sumar. (Sun)

Forráðamenn Wolves eru pirraðir á því hvað það tekur Adama Traore (24) langan tíma að gera nýjan samning. Traore samþykkti samninginn í síðustu viku en á ennþá eftir að skrifa undir. (90min)

Chelsea ætlar að gera aðra tilraun til að fá Declan Rice (28) frá West Ham í janúar. Chelsea ætlar að selja tvo leikmenn til að fjármagna kaupin. (Football Insider)

Manchester United hefur lagt fram formlegt samningstilboð til Cristiano Ronaldo (35) í von um að fá hann frá Juventus. Ítalska félagið er til í að leyfa Ronaldo að fara næsta sumar ef að Juve vinnur ekki Meistaradeildina. (Sport Witness)

Aðrar fréttir segja að Ronaldo hafi engan áhuga á að fara og ætli að klára samning sinn. (AS)

Inter ætlar að reyna að fá Olivier Giroud (34) miðjumann Chelsea í sínar raðir í janúar. (Calciomercato)

Liverpool vonast til að fá Daryl Janmaat (31) fyrrum varnarmann Watford í sínar raðir á næstu dögum til að hjálpa til eftir mikil meiðsli í vörninni. (Teamtalk)

Liverpool er með Dayot Upamecano (22) miðvörð RB Leipzig efstan á óskalista sínum yfir nýja miðverði. (The Athletic)

Dominik Szoboszlai (20), hetja Ungverja gegn Íslendingum, gæti farið frá Red Bull Salzburg til Arsenal. Umboðsmaður hans hefur neitað sögusögnum um að Szoboszlai sé á leið til RB Leipzig. (Mirror)

Sporting Lisabon hefur hækkað riftunarverðið í samninig vinstri bakvarðarins Nuno Mendes (18) úr 40 milljónum punda upp í 62 milljónir punda. Mendes hefur verið orðaður við Manchester United. (Record)

Besiktas hefur áhuga á að fá Cenk Tosun (29) framherja Everton aftur í sínar raðir. (beIN Sports)

Framtíð Slaven Bilic, stjóra WBA, er í óvissu en Lee Bowyer, stjóri Charlton, gæti tekið við af honum. (Mirror)

Real Madrid ætlar að biðja leikmenn liðsins að taka á sig meiri launalækkanir vegna áhrifa kórónuveirunnar á fjárhag félagsins. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner