Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. janúar 2022 14:09
Elvar Geir Magnússon
Ný Covid tilfelli hjá Man City - Pep hrósar Tuchel í hástert
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: EPA
„Við erum með ný Covid tilfelli," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, á fréttamannafundi í dag. City mætir Chelsea í stórleik í hádeginu á morgun.

„Sumir eru að greinast jákvæðir í annað sinn. Við höfum lent í mörgum tilfellum og meiðslum ofan á það. Við höfum verið að spila með akademíuleikmenn á bekknum, við erum í sömu stöðu og öll önnur félög."

Manchester City hefur ekki nafngreint þá sem missa af leiknum á morgun.

„Við höfum þurft að taka einn dag í einu og taka ákvarðanir nokkrum klukkustundum fyrir æfingar eða leiki. Stundum er allt í góðum málum en svo fjórum eða fimm klukkustundum síðar erum við komnir með smit."

Manchester City mætir Chelsea 12:30 á morgun eins og áður segir og Guardiola fer fögrum orðum um kollega sinn, Thomas Tuchel stjóra Chelsea.

„Hann er svo skapandi. Hann er einn af fáum stjórum sem ég læri stöðug af, læri sjálfur að verða betri stjóri. Hann er magnaður að öllu leyti. Ég hef notið þess að horfa á hans lið síðan hann var hjá Mainz og Dortmund. Hann gerir heimsfótboltann betri og vill alltaf vera jákvæður í því hvernig hans lið spila," segir Guardiola.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner