lau 14. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Íslensk félög frá rúmar 10 milljónir frá UEFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fimm íslensk fótboltafélög frá greiðslu frá UEFA vegna leikmanna sem tóku þátt á Evrópumóti kvenna í fyrra.


UEFA umbunar þeim félögum sem áttu leikmenn á mótinu með fjárhagslegum stuðningi og er þetta í fyrsta sinn sem evrópska knattspyrnusambandið greiðir til félaga vegna EM kvenna.

Í heildina fær 221 félag frá 17 löndum greiðslu og fer upphæðin eftir því hversu lengi leikmaðurinn var fjarverandi frá sínu félagsliði. 

Í heildina eru fimm íslensk félög sem fá greiðslur vegna leikmanna sinna og eru það samtals rúmar 70 þúsund evrur sem renna til íslenskra félaga, sem samsvarar rúmlega 10 milljónum króna.

Valur fær hæstu greiðsluna sem nemur 35 þúsund evrum, eða rúmum 5 milljónum króna. Breiðablik kemur þar á eftir og fá Selfoss, Afturelding og Þróttur R. smávægilegri greiðslur.

Valur - 35,000 evrur 
Breiðablik - 18,000 evrur 
Selfoss - 10,000 evrur 
Afturelding - 5,000 evrur
Þróttur R. - 2,500 evrur


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner