Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 14. apríl 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðrún Þóra semur við Selfoss - Áfram á Húsavík
Kvenaboltinn
Mynd: Aðsend
Guðrún Þóra Geirsdóttir skrifaði undir samning við Selfoss á dögunum. Guðrún er á sautjánda aldursári og lék sína fyrstu mótsleiki sumarið 2019.

Hún skipti yfir í Selfoss en verður að láni hjá Völsungi og spilar því áfram með Húsvíkingum í sumar.

„Guðrún er efnilegur leikmaður sem hefur sett mark sitt á Völsungs liðið þar sem hún var lykilleikmaður síðasta sumar. Guðrún hefur staðið sig vel, tekið miklum framförum sem leikmaður og hefur meðal annars verið valin á æfingar U-17 ára landsliðs Íslands."

„Þetta er stórt skref fyrir Guðrúnu og ánægjulegt að lið úr efstu deild sækist eftir kröftum hennar. Við óskum Guðrúnu Þóru velfarnaðar í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með henni inná vellinum í sumar og á komandi árum,"
segir í tilkynningu Völsungs.
Posted by Völsungur on Föstudagur, 9. apríl 2021

Athugasemdir
banner