Fótbolti.net var að fá yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester þess efnis að Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi og er hann því laus allra mála.
Gylfi var handtekinn í júlí 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Rannsókn á málinu lauk loksins í janúar síðastliðnum.
Gylfi var handtekinn í júlí 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Rannsókn á málinu lauk loksins í janúar síðastliðnum.
Saksóknaraembættið fékk gögnin í hendurnar frá lögreglunni þann 31. janúar síðastliðinn. Það var í höndum saksóknaraembættisins að ákvarða næstu skref, hvort ákært yrði í málinu eða það fellt niður. Núna hefur sú ákvörðun verið tekin að fella málið niður eftir tæplega tveggja ára ferli.
„Maðurinn, sem er 33 ára, sem var handtekinn í tengslum við rannsókn sem hófst í júní 2021 er laus allra mála. Rannsóknarteymið og ríkissaksóknari hafa unnið saman og komist að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem liggja fyrir á þessum tíma ná ekki þeim þröskuldi sem settur er fram í reglum saksóknara," segir í yfirlýsingunni.
Í yfirlýsingunni segir einnig:
„Lögreglan á Stór-Manchester svæði er staðráðin í að rannsaka allar ásakanir til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir alla hlutaðeigandi og mun halda áfram að vinna með samstarfsstofnunum til að tryggja að einstaklingar fái stuðning í rannsóknum og víðar."
Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu frá því skömmu eftir handtöku þann 16. júlí á síðasta ári og hefur það fyrirkomulag verið framlengt nokkrum sinnum.
Gylfi, sem er 33 ára, lék 78 landsleiki fyrir Ísland á árunum 2010-2020. Hann var samningsbundinn Everton þegar hann var handtekinn en samningur hans við félagið rann út á síðasta ári.
Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Gylfi muni tjá sig um þetta mál einhvern tímann. Það verður svo sannarlega fróðlegt að fylgjast með framvindunni.
Athugasemdir