Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 14. apríl 2023 10:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi verður ekki ákærður og er laus allra mála (Staðfest)
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi á leik á EM kvenna síðasta sumar.
Gylfi á leik á EM kvenna síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net var að fá yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester þess efnis að Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki ákærður fyrir kyn­­ferðis­brot gegn ólög­ráða ein­stak­lingi og er hann því laus allra mála.

Gylfi var handtekinn í júlí 2021, grunaður um kyn­­ferðis­brot gegn ólög­ráða ein­stak­lingi. Rannsókn á málinu lauk loksins í janúar síðastliðnum.

Saksóknaraembættið fékk gögnin í hendurnar frá lögreglunni þann 31. janúar síðastliðinn. Það var í höndum saksóknaraem­bættisins að ákvarða næstu skref, hvort á­kært yrði í málinu eða það fellt niður. Núna hefur sú ákvörðun verið tekin að fella málið niður eftir tæplega tveggja ára ferli.

„Maðurinn, sem er 33 ára, sem var handtekinn í tengslum við rannsókn sem hófst í júní 2021 er laus allra mála. Rannsóknarteymið og ríkissaksóknari hafa unnið saman og komist að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem liggja fyrir á þessum tíma ná ekki þeim þröskuldi sem settur er fram í reglum saksóknara," segir í yfirlýsingunni.

Í yfirlýsingunni segir einnig:

„Lögreglan á Stór-Manchester svæði er staðráðin í að rannsaka allar ásakanir til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir alla hlutaðeigandi og mun halda áfram að vinna með samstarfsstofnunum til að tryggja að einstaklingar fái stuðning í rannsóknum og víðar."

Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu frá því skömmu eftir hand­töku þann 16. júlí á síðasta ári og hefur það fyrir­komu­lag verið fram­lengt nokkrum sinnum.

Gylfi, sem er 33 ára, lék 78 landsleiki fyrir Ísland á árunum 2010-2020. Hann var samningsbundinn Everton þegar hann var handtekinn en samningur hans við félagið rann út á síðasta ári.

Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Gylfi muni tjá sig um þetta mál einhvern tímann. Það verður svo sannarlega fróðlegt að fylgjast með framvindunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner