lau 14. maí 2022 17:23
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Diouck skoraði tvö í stórsigri á Magna
Njarðvíkingar byrja vel í 2. deildinni
Njarðvíkingar byrja vel í 2. deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar unnu KFA 1-0
Haukar unnu KFA 1-0
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fyrstu fjórum leikjum dagsins í 2. deild karla er lokið en Haukar, Njarðvík og Völsungur eru öll áfram með fullt hús stiga.

Völsungur lagði Reyni Sandgerði 3-1. Santiago Feuillassier Abalo kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en lánsmaðurinn, Áki Sölvason, bætti við öðru í upphafi síðari hálfleiks. Magnús Magnússon minnkaði muninn fyrir Reyni áður en Bjarki Baldvinsson gerði út um leikinn undir lokin.

Haukar unnu KFA, 1-0. Alexander Freyr Sindrason gerði eina mark leiksins á 7. mínútu.

Njarðvík átti þá ekki í miklum vandræðum með Magna er liðin áttust við Rafholtsvellinum en þeim leik lauk með 5-0 sigri heimamanna þar sem Oumar Diouck gerði tvö mörk.

Haukar, Njarðvík og Völsungur eru öll með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina en Magni, Reynir og Höttur/Huginn eru án stiga.

Úrslit og markaskorarar:

Höttur/Huginn 0 - 2 Þróttur R.
0-1 Sam Hewson ('77, víti
0-2 Stefán Þórður Stefánsson ('90 )

Völsungur 3 - 1 Reynir S.
1-0 Santiago Feuillassier Abalo ('37 )
2-0 Áki Sölvason ('54 )
2-1 Magnús Magnússon ('82 )
3-1 Bjarki Baldvinsson ('90 )

Haukar 1 - 0 KFA
1-0 Alexander Freyr Sindrason ('7 )

Njarðvík 5 - 0 Magni
1-0 Magnús Þórir Matthíasson ('23, víti )
2-0 Oumar Diouck ('36 )
3-0 Úlfur Ágúst Björnsson ('47 )
4-0 Bergþór Ingi Smárason ('49 )
5-0 Oumar Diouck ('59 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner