Skiptir Gulla ekki máli hvar hann spilar

„Við erum búnir að leikgreina vel, búnir að æfa vel og það er tilhlökkun," sagði landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson við Fótbolta.net í dag.
Framundan er lykilleikur í undankeppninni þegar Slóvakía heimsækir Laugardalsvöll á laugardag. Á þriðjudag kemur svo Portúgal í heimsókn.
Framundan er lykilleikur í undankeppninni þegar Slóvakía heimsækir Laugardalsvöll á laugardag. Á þriðjudag kemur svo Portúgal í heimsókn.
„Við vitum auðvitað að ef við viljum ná okkar markmiðum þá þurfum við að ná í úrslit, það er bara þannig."
„Laugardalsvöllur hefur verið ákveðið vígi og við vonum og viljum gera hann aftur að algjöru vígi. Ég myndi vilja sjá þessa 1500 miða sem eru eftir verða selda. Það gefur klárlega mikið þegar völlurinn er fullur, það er langt síðan hann var fullur. Við vitum alveg af hverju hann er fullur á móti Portúgal," sagði Gulli og brosti. „Vonandi mun fólk koma, fylla völlinn og hjálpa okkur."
Cristiano Ronaldo er í portúgalska hópnum sem kemur til Íslands og mætir liðinu á þriðjudag. Það er hægt að gefa sér að það sé það sem Gulli er að vísa í.
„Það er ekkert spes þegar stúkan er ekki þéttsetin, maður hefur upplifað Laugardalsvöll stútfullan og maður veit hvað það gefur. Síðustu ár hefur hann ekki verið, það hefur ekki verið sami stuðningur og maður finnur auðvitað fyrir því. Maður finnur núna að það er meiri tilhlökkun hjá fólkinu, vonandi verður alvöru stuðningur við okkur."
Veit Gulli hvar hann er að fara spila á vellinum ef hann byrjar leikinn?
„Já, ég veit það, veit hvar hann er að hugsa mig. Það er eitthvað sem kemur í ljós á laugardaginn. Ég er opinn, langar að spila og geri mitt besta sama hvar ég spila."
„Það er sama hjá DC, ég er búinn að vera spila mikið sem miðvörður, miðjumaður og hægri bakvörður. Ef ég fæ að spila þá geri ég mitt besta og það skiptir engu máli hvar það er."
„Nei, mér finnst ekkert erfitt (að vera ekki læstur í eina stöðu)," sagði Gulli.
Hann var í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst, spurður út í tímabilið í Bandaríkjunum og lífið þar.
Athugasemdir