Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 14. ágúst 2024 09:59
Elvar Geir Magnússon
Helgi Fróði til Helmond Sport (Staðfest)
Helgi Fróði Ingason.
Helgi Fróði Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur staðfest sölu á Helga Fróða Ingasyni til hollenska B-deildarfélagsins Helmond Sport. Helgi skrifar undir fjöggura ára samning við hollenska félagið.

Hinn átján ára gamli Helgi Fróði er mikið efni en þessi skemmtilegi miðjumaður hefur leikið 30 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild og skorað tvö mörk.

Helmond Sport er félag sem stofnað var 1967 og hafnaði um miðja hollensku B-deildina á síðasta tímabili. Liðið komst upp í efstu deild 1982 og var þar í tvö tímabil.

„Það er alltaf ánægjulegt þegar við sjáum unga uppalda leikmenn stíga skrefið í atvinnumennsku en Helgi Fróði er níundi leikmaðurinn sem félagið selur erlendis frá árinu 2020 er við ákváðum að breyta um áherslur og mörkuðum þá stefnu að ætla okkur bæði árangur inná vellinum ásamt því að búa til grundvöll fyrir unga leikmenn til að skína, sem við höfum sannarlega gert," segir Helgi Hrannarr Jónsson formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar í tilkynningu frá félaginu.

„Í tilviki Helga Fróða var mikill áhugi frá félögum í Hollandi og mörg tilboð verið á borðinu í allt sumar og við erum gríðarlega ánægð með þegar leikmenn og fjölskyldur treysta því ferli sem við höfum unnið eftir. Um leið og ég óska nafna mínum til hamingju þá er ég sannfærður að aðrir leikmenn félagsins munu stíga enn frekar upp."

Athugasemdir
banner
banner