Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. september 2020 21:00
Aksentije Milisic
Þjálfari Dortmund: Sancho fer ekki neitt
Mynd: Getty Images
Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hefur staðfest það að Jadon Sancho, leikmaður liðsins, verði hjá félaginu á komandi tímabili.

Sancho hefur mikið verið orðaður burt frá Dortmund í sumar og þá hefur Manchester United reynt að kaupa leikmanninn en án árangurs, enn sem komið er.

Yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund sem og nokkrir af leikmönnum liðsins hafa sagt að Sancho verði áfram og nú hefur þjálfarinn bæst við þann hóp.

„Hann er með ótrúleg gæði. Hann skorar mörk, leggur þau upp og er með frábæra tækni," sagði Favre um Sancho.

„Hann þarf samt að bæta sig í öðrum þáttum leiksins. Það er eðlilegt, hann er einungis tvítugur."

Þýska deildin hefst á föstudaginn en Sancho skoraði 17 mörk og lagði upp 16 í deildinni á síðasta tímabili fyrir Dortmund sem endaði í 2. sæti á eftir Bayern Munchen.

„Hann verður áfram hjá okkur, við þurfum hann, ekki spurning," sagði Havre.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner