Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 14. september 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Aldrei spilað fótbolta á ævinni en mun samt fá mínútur á þessu tímabili
Martin Podhajsky er klár í slaginn
Martin Podhajsky er klár í slaginn
Mynd: X
Ústí nad Labem í tékknesku C-deildinni hefur ákveðið að leyfa hinum 22 ára gamla Martin Podhajsky að spila með liðinu á tímabilinu þrátt fyrir að hafa aldrei sparkað í fótbolta á ævi sinni.

Martin starfar fyrir Viagem, sem er einmitt nýbúið að ganga frá kaupum á fótboltafélaginu, en nú er allt gert til að fá borgarbúa til þess að mæta á leiki.

Félagið fékk meðal annars fyrrum Ungfrú Tékkland til að vinna fyrir félagið og stækka aðdáandahóp þess á samfélagsmiðlum.

Á dögunum ákvað faðir Martin að hafa samband við tékkneska félagið og bauð hann því 20 þúsund evrur í skiptum fyrir að sonur hans fengi að spila með liðinu á tímabilinu.

Forseti félagsins samþykkti það og sagði að hann þyrfti að vera klikkaður til þess að hafna þessu gylliboði. Martin, sem hefur aðeins reynslu af fótbolta í gegnum FIFA-tölvuleikinn, mun æfa með liðinu næstu vikur áður en það kemur að stóru stundinni.

Hann fær aðeins tíu mínútur og mun forsetinn sjá til þess að það verði í leik þar sem liðið er að leiða með þremur mörkum eða meira.

Áhugavert uppátæki hjá tékkneska félaginu og auðvitað má setja spurningarmerki við það hvort þetta sé yfir höfuð fagmannlegt en allt er hægt fyrir rétt verð.
Athugasemdir
banner
banner