Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 14. september 2023 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham hissa með hraða sinn í tölvuleik - „Þú ert að djóka í mér"
Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid, vaknaði ekki sáttur í morgun þegar hann sá hvernig kortið sitt í tölvuleiknum EAFC 24 lítur út. Leikurinn er nýjasta útgáfan tölvuleikjaröðinni FIFA.

Bellingham er einn mest spennandi miðjumaður fótboltans en hann er búinn að skora fimm mörk í spænsku úrvalsdeildinni eftir að hann var keyptur til Real Madrid fyrir 103 milljónir evra frá Borussia Dortmund í sumar.

Í tölvuleiknum er Bellingham með hraðann 76 af mögulegum 99, en hann var ekki sáttur með það.

„Þú ert að djóka í mér? Ég var með meira á síðasta ári. Er ég þá búinn að lækka?" sagði Bellingham.

Brahim Diaz ákvað þá að skjóta aðeins á Bellingham en skemmtilegt myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner