Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 14. september 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Defoe um Hemma Hreiðars: Einn klikkaðasti náungi sem ég hef spilað með
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Jermain Defoe bauð upp á skemmtilegar sögur um Hermann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV, í hlaðvarpsþættinum Defoe and Deeney á dögunum.

Hermann átti frábæran feril á Englandi en hann spilaði með Crystal Palace, Charlton, Ipswich, Portsmouth og Wimbledon í ensku úrvalsdeildinni og vann meðal annars enska bikarinn með Portsmouth en þar spilaði hann einmitt með Defoe.

Margir enskir atvinnumenn hafa sagt skemmtilegar sögur af því hvernig það var að spila með og á móti Hemma.

Það muna kannski einhverjir eftir því þegar Auðunn Blöndal heimsótti Hemma til Englands í þættinum Atvinnumennirnir okkar er hann var á mála hjá Portsmouth, en þar reif hann í mann og annan í gamni sínu og varð Auðunn meira að segja fyrir barðinu á honum oftar en einu sinni í þættinum.

„Hermann Hreiðarsson er með sitt orðspor sem harðhaus. Hann er einn af þeim klikkuðustu sem ég hef spilað með. Maður kom kannski inn á æfingu á morgnana og þegar maður labbaði framhjá honum stífnaði maður upp því maður hélt að hann væri að fara taka mann hálstaki. Hann var einn af þessum gaurum, rosalega agressífur.“

„Ég var einu sinni að spila gegn Charlton á White Hart Lane og það var hornspyrna að koma inn í teiginn. Hann er að dekka mig og ég er að reyna að slíta mig frá honum en hann sneri sér við og kýldi mig í magann. Ég horfði á hann og hugsaði bara: Af hverju ertu að kýla mig í magann?“

„Hann er að gera allt þetta. Ég hringdi í Darren Bent eftir leik og sagði honum að tala við sinn mann. Þá sagði hann bara 'J, svona er hann bara',“
sagði Defoe en þegar hann samdi við Portsmouth kynntist hann mjúku hliðinni á Hemma.

„Ég skrifaði undir hjá Portsmouth og fór inn í búningsklefann upp að Hemma og hann greip utan um mig og gaf mér knús. Hann er eitt mesta gæðablóð sem ég hef kynnst í fótboltanum,“ sagði Defoe enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner