
Fyrrum unglingalandsliðskonan Ashleigh Plumptre er gengin í raðir Al-Ittihad í Sádi-Arabíu en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.
Plumptre, sem er 25 ára gömul, spilar stöðu miðvarðar og kemur til félagsins á frjálsri sölu.
Samningur hennar við Leicester rann út eftir síðasta tímabil og tók hún því stökkið til Sádi-Arabíu.
Plumptre spilaði fyrir öll yngri landslið Englands og á þá leiki fyrir Leicester í efstu deild á Englandi en hún valdi að skipta yfir í nígeríska landsliðið á síðasta ári og hefur spilað fimmtán landsleiki.
„Þakklát að hafa skrifað undir hjá Al-Ittihad. Spennt að hefja þessa vegferð ásamt nokkrum ótrúlegum manneskjum. Ég mun nú halda áfram að bæta mig enn frekar og þetta snýst um miklu meira en bara fótbolta,“ sagði Plumptre á X.
Welcome to Al-Ittihad Ashleigh Plumptre ????????
— Al-Ittihad Ladies | ????? ??????? (@ittiladiesclub) September 12, 2023
???? ????? ?? ????? ?????? ??????#AshleighIsYellow ???? pic.twitter.com/Xyd9Us4qDr
Athugasemdir