Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 14. september 2023 09:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glugginn í ensku ofurdeildinni lokar í dag - Man Utd fær heimsmeistara (Staðfest)
Kvenaboltinn
Guerrero.
Guerrero.
Mynd: Manchester United
Glugginn í ensku kvennadeildinni, ofurdeildinni, lokar í dag og er eitthvað um hræringar á markaðnum.

Manchester United er að kaupa varnarmanninn Gabby George frá Everton, Geyse frá Evrópumeisturum Barcelona fyrir metupphæð og þá hefur United einnig fengið markadrottningu HM, Hinata Miyazawa í sínar raðir.

Alessia Russo og Ona Batlle hafa hins vegar yfirgefið félagið í glugganum sem og María Þórisdóttir. Mary Earps vill fara en United harðneitar að selja markmanninn öfluga.

Chelsea hefur einnig styrkt sig í glugganum með því að fá Ashley Lawrence, Catarina Macario, Mia Fishel, Hannah Hampton og Nicky Evrard. Þær koma inn en á móti fóru þær Magdalena Eriksson og Pernille Harder til Bayern.

Russo fór til Arsenal sem fékk einnig Amanda Ilestedt, Laia Codina og Cloe Lacasse í glugganum. Arsenal vinnur í því að fá Kyra Cooney-Cross frá Hammarby. Hún er ástralskur miðjumaður sem er talin kosta um 140 þúsund pund.

Manchester City hefur einnig styrkt sig en félagið greiddi metupphæð fyrir Jill Roord í glugganum.

Á síðasta gluganum hafa svo dottið inn þau tíðindi að brasilíska landsliðskonan Ivana Fuso, sóknarmaður sem var hjá Man Utd, hefur verið seld í Championship deildina þar sem hún mun spila með Birmingham.

United hefur þá keypt Irene Guerrero miðjumann Atletico Madrid sem varð heimsmeistari með Spáni í sumar. Alls er von á þremur kaupum hjá United í dag. Gabby George verður líklega ein af þeim kaupum.

Enska deildin byrjar 1. október og hefur Chelsea unnið deildina fjögur tímabil í röð.
Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea W 22 19 3 0 56 13 +43 60
2 Arsenal W 22 15 3 4 62 26 +36 48
3 Manchester Utd W 22 13 5 4 41 16 +25 44
4 Manchester City W 22 13 4 5 49 28 +21 43
5 Brighton W 22 8 4 10 35 41 -6 28
6 Aston Villa W 22 7 4 11 32 44 -12 25
7 Liverpool W 22 7 4 11 22 37 -15 25
8 Everton W 22 6 6 10 24 32 -8 24
9 West Ham W 22 6 5 11 36 41 -5 23
10 Leicester City W 22 5 5 12 21 37 -16 20
11 Tottenham W 22 5 5 12 26 44 -18 20
12 Crystal Palace W 22 2 4 16 20 65 -45 10
Athugasemdir
banner