
Glugginn í ensku kvennadeildinni, ofurdeildinni, lokar í dag og er eitthvað um hræringar á markaðnum.
Manchester United er að kaupa varnarmanninn Gabby George frá Everton, Geyse frá Evrópumeisturum Barcelona fyrir metupphæð og þá hefur United einnig fengið markadrottningu HM, Hinata Miyazawa í sínar raðir.
Alessia Russo og Ona Batlle hafa hins vegar yfirgefið félagið í glugganum sem og María Þórisdóttir. Mary Earps vill fara en United harðneitar að selja markmanninn öfluga.
Manchester United er að kaupa varnarmanninn Gabby George frá Everton, Geyse frá Evrópumeisturum Barcelona fyrir metupphæð og þá hefur United einnig fengið markadrottningu HM, Hinata Miyazawa í sínar raðir.
Alessia Russo og Ona Batlle hafa hins vegar yfirgefið félagið í glugganum sem og María Þórisdóttir. Mary Earps vill fara en United harðneitar að selja markmanninn öfluga.
Chelsea hefur einnig styrkt sig í glugganum með því að fá Ashley Lawrence, Catarina Macario, Mia Fishel, Hannah Hampton og Nicky Evrard. Þær koma inn en á móti fóru þær Magdalena Eriksson og Pernille Harder til Bayern.
Russo fór til Arsenal sem fékk einnig Amanda Ilestedt, Laia Codina og Cloe Lacasse í glugganum. Arsenal vinnur í því að fá Kyra Cooney-Cross frá Hammarby. Hún er ástralskur miðjumaður sem er talin kosta um 140 þúsund pund.
Manchester City hefur einnig styrkt sig en félagið greiddi metupphæð fyrir Jill Roord í glugganum.
Á síðasta gluganum hafa svo dottið inn þau tíðindi að brasilíska landsliðskonan Ivana Fuso, sóknarmaður sem var hjá Man Utd, hefur verið seld í Championship deildina þar sem hún mun spila með Birmingham.
United hefur þá keypt Irene Guerrero miðjumann Atletico Madrid sem varð heimsmeistari með Spáni í sumar. Alls er von á þremur kaupum hjá United í dag. Gabby George verður líklega ein af þeim kaupum.
Enska deildin byrjar 1. október og hefur Chelsea unnið deildina fjögur tímabil í röð.
Stöðutaflan
England
England - konur

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Chelsea W | 22 | 19 | 3 | 0 | 56 | 13 | +43 | 60 |
2 | Arsenal W | 22 | 15 | 3 | 4 | 62 | 26 | +36 | 48 |
3 | Manchester Utd W | 22 | 13 | 5 | 4 | 41 | 16 | +25 | 44 |
4 | Manchester City W | 22 | 13 | 4 | 5 | 49 | 28 | +21 | 43 |
5 | Brighton W | 22 | 8 | 4 | 10 | 35 | 41 | -6 | 28 |
6 | Aston Villa W | 22 | 7 | 4 | 11 | 32 | 44 | -12 | 25 |
7 | Liverpool W | 22 | 7 | 4 | 11 | 22 | 37 | -15 | 25 |
8 | Everton W | 22 | 6 | 6 | 10 | 24 | 32 | -8 | 24 |
9 | West Ham W | 22 | 6 | 5 | 11 | 36 | 41 | -5 | 23 |
10 | Leicester City W | 22 | 5 | 5 | 12 | 21 | 37 | -16 | 20 |
11 | Tottenham W | 22 | 5 | 5 | 12 | 26 | 44 | -18 | 20 |
12 | Crystal Palace W | 22 | 2 | 4 | 16 | 20 | 65 | -45 | 10 |
Athugasemdir