Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 14. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Handanovic íhugar að leggja hanskana á hilluna
Slóvenski markvörðurinn Samir Handanovic er nú alvarlega að íhuga það að leggja hanskana á hilluna.

Þessi 39 ára gamli leikmaður er án félags eftir að samningur hans við ítalska félagið Inter rann út í sumar.

Handanovic hefur átt farsælan feril til þessa en hann var á mála hjá Inter í ellefu ár þar sem hann vann ítölsku deildina einu sinni, en auk þess lék hann með Udinese í átta ár.

Slóvenski markvörðurinn var með bestu markvörðum Seríu A um árabil en hann er enn án félags eftir að hafa yfirgefið Inter í sumar og er nú útlit fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik á ferlinum.

Handanovic er að íhuga það að leggja hanskana á hilluna og gæti honum boðist að vinna fyrir Inter en ekki kemur fram hvaða stöðu hann myndi gegna.

Á ellefu ára landsliðsferli hans með Slóveníu lék hann 81 landsleik en hann hætti að spila með landsliðinu fyrir átta árum er liðinu mistókst að komast á Evrópumótið í Frakklandi. Hann rétti því Jan Oblak keflið, sem hefur verið aðalmarkvörður síðan.
Athugasemdir
banner
banner