Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 14. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus vill fá Partey inn í stað Pogba
Mynd: EPA
Ítalska félagið hefur áhuga á því að fá Thomas Partey, miðjumann Arsenal, í janúarglugganum en félagið vill fá hann inn í stað Paul Pogba sem er kominn í tímabundið bann. Þetta kemur fram í La Repubblica.

Pogba mun líklega ekki spila meira á þessari leiktíð og gæti það farið svo að Juventus rifti samningnum eftir að hann féll á lyfjaprófi ítölsku deildarinnar.

Frakkinn hefur viðurkennt að hafa innbyrt fæðubótarefni sem innihélt testósterón og gæti hann átt yfir höfði sér nokkurra ára bann en Pogba var ekki meðvitaður um að hann hafi innbyrt ólögleg efni.

Bann hans er tímabundið á meðan beðið eftir niðurstöðum úr öðru sýni.

Juventus á möguleika á því að rifta við Pogba og ef það gerist mun félagið horfa til Thomas Partey hjá Arsenal. Félagið hefur áður verið orðað við Partey, sem er þessa stundina frá vegna meiðsla.

Félagið náði samkomulagi við Partey um laun í sumar en náði hins vegar ekki saman með Arsenal um kaupverð.
Athugasemdir
banner