Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 14. september 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaupin á Maddison þau bestu og Havertz þau verstu
The Athletic stóð nýverið fyrir könnun á meðal umboðsmanna sem tóku þátt í félagaskiptum innan ensku úrvalsdeildarinnar í sumar.

Þetta var stór félagaskiptaglugginn og mikið sem gekk á hjá félögum deildarinnar.

Umboðsmennirnir voru beðnir um að kjósa um bestu kaupin og það var yfirburðarkosning um að kaup James Maddison til Tottenham hefðu verið þau bestu. Maddison hefur farið frábærlega af stað í nýju umhverfi.

Í öðru sæti voru kaupin á Declan Rice til Arsenal þó að hann hefði kostað mikinn pening.

En verstu kaupin? Umboðsmennirnir telja að kaup Arsenal á Kai Havertz frá Chelsea séu þau verstu. Þar skammt á eftir koma kaup Chelsea á Moises Caicedo fyrir metfé. Kaupin á Mason Mount til Manchester United fengu líka nokkur atkvæði.

Havertz hefur ekki farið vel af stað hjá Arsenal en hann átti ekki sérstakan tíma hjá Chelsea heldur.

Varðandi óvæntustu kaupin þá komu kaupin á Cole Palmer til Chelsea undir lok gluggans mikið á óvart.
Athugasemdir
banner
banner