Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo er að sjálfsögðu í tölvuleiknum EAFC 24 sem kemur út þann 29. september næstkomandi en hann fær þar lægstu einkunn síðan 2003.
Ronaldo var fyrst kynntur til sögunnar í FIFA-seríunni árið 2003 er hann samdi við Manchester United.
Þá fékk hann 80 í einkunn en síðan þá hefur hann alltaf verið með 87 eða hærra — eða alveg þangað til einkunnir leikmanna voru birtar á dögunum.
Ronaldo fær aðeins 86 í einkunn í tölvuleiknum í ár, sem ber nafnið EA FC 24, en samningur framleiðandans við alþjóðafótboltasamband FIFA rann út á þessu ári.
Til samanburðar er hans helsti erkifjandi, Lionel Messi, með 90 í einkunn.
Kylian Mbappe og Erling Haaland eru með hæstu einkunn af körlunum eða 91, en þær Alexia Putellas og Sam Kerr fá sömu einkunn í kvenna megin.
Á morgun verður hægt að nálgast einkunnir allra leikmanna en það má búast við því að Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir verði ansi ofarlega á lista. Hákon Arnar Haraldsson, Albert Guðmundsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega með hæstu einkunn af körlunum.
Pela primeira vez em 15 anos, nem Messi nem Ronaldo são os jogadores com maior rating do FIFA/FC. ???? pic.twitter.com/ii8KCP7VSg
— Curiosidades Europa (@CuriosidadesEU) September 13, 2023
Athugasemdir