Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 14. september 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Lægsta einkunn Ronaldo síðan 2003
Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo er að sjálfsögðu í tölvuleiknum EAFC 24 sem kemur út þann 29. september næstkomandi en hann fær þar lægstu einkunn síðan 2003.

Ronaldo var fyrst kynntur til sögunnar í FIFA-seríunni árið 2003 er hann samdi við Manchester United.

Þá fékk hann 80 í einkunn en síðan þá hefur hann alltaf verið með 87 eða hærra — eða alveg þangað til einkunnir leikmanna voru birtar á dögunum.

Ronaldo fær aðeins 86 í einkunn í tölvuleiknum í ár, sem ber nafnið EA FC 24, en samningur framleiðandans við alþjóðafótboltasamband FIFA rann út á þessu ári.

Til samanburðar er hans helsti erkifjandi, Lionel Messi, með 90 í einkunn.

Kylian Mbappe og Erling Haaland eru með hæstu einkunn af körlunum eða 91, en þær Alexia Putellas og Sam Kerr fá sömu einkunn í kvenna megin.

Á morgun verður hægt að nálgast einkunnir allra leikmanna en það má búast við því að Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir verði ansi ofarlega á lista. Hákon Arnar Haraldsson, Albert Guðmundsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega með hæstu einkunn af körlunum.


Athugasemdir
banner
banner