Englendingurinn Jonjo Shelvey er á leið til tyrkneska félagsins Rizespor á láni frá Nottingham Forest.
Shelvey kom til Forest frá Newcastle United í byrjun ársins en hann hefur ekki fengið að spila leik síðan í apríl eftir að hann lenti upp á kant við Steve Cooper, stjóra félagsins.
Enski miðjumaðurinn er ekki í 25-manna leikmannahópi Forest í ensku úrvalsdeildinni og hefur því fengið leyfi til að fara frá félaginu en hann er á leið til Rizespor í Tyrklandi.
Hann gerir lánssamning út tímabilið en glugginn í Tyrklandi lokar á föstudag.
Shelvey, sem er 31 árs gamall, hefur áður spilað fyrir lið á borð við Swansea, Blackpool, Liverpool og Charlton.
Athugasemdir