
Þá er komið að slúðrinu þennan fimmtudaginn. Það er nóg að frétta í því þó félagaskiptaglugginn á flestöllum stöðum sé lokaður.
Chelsea hefur mikinn áhuga á því að fá Ivan Toney (27) frá Brentford þegar hann hefur lokið veðmálabanni sínu. Sóknarmaðurinn má byrja að spila aftur 17. janúar en getur byrjað að æfa aftur um helgina. (football.london)
Juventus vonast til að landa Thomas Partey (30) frá Arsenal í staðinn fyrir Paul Pogba (30). Ítalska félagið gæti rift samningi Pogba ef það kemur í ljós að hann braut lyfjareglur. (La Repubblica)
Kevin Nolan, þjálfari innan West Ham, segir að Harry Maguire (30) hafi verið nálægt því að ganga í raðir félagsins fyrir 30 milljónir punda í sumar. (Talksport)
John Murtough, yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd, er að reyna að losa um spennuna á milli Jadon Sancho (23) og Erik ten Hag, stjóra liðsins. (Mail)
Katarski bankamaðurinn Sheikh Jassim bin Hamad al-Thani og breski viðskiptajöfurinn Sir Jim Ratcliffe ætla að sýna þolinmæði í tilraunum sínum til að kaupa Man Utd eftir að fréttir komu út að Glazer-fjölskyldan ætli að bíða með að selja félagið. (Guardian)
Eddie Howe, stjóri Newcastle, er áfram með stuðning frá stjórn félagsins þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. (Telegraph)
Bandarískt fjárfestingafyrirtæki er að reyna að kaupa Everton en það er ferli sem gæti tekið langan tíma. (Times)
Jonjo Shelvey (31), miðjumaður Nottingham Forest, er nálægt því að fara til Tyrklands. Hann er á leið til Rizespor áður en glugginn í Tyrklandi lokar á morgun. Emmanuel Dennis (25), sóknarmaður Forest, er einnig nálægt því að fara til Tyrklands. (Telegraph)
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur útilokað það að hann taki við þýska landsliðinu á þessum tímapunkti. (Sportschau)
Félög í Tyrklandi og Katar eru að skoða það að fá Donny van de Beek (26) frá Manchester United. (90min)
En það er líklegast að Van de Beek verði áfram í herbúðum Man Utd. (Mirror)
Besiktas vill fá Hannibal Mejbri (20), miðjumann Man Utd, á láni. (Mirror)
Eden Hazard (32), fyrrum kantmaður Chelsea og Real Madrid, er að íhuga að leggja skóna á hilluna. (CaughtOffside)
Graham Potter, fyrrum stjóri Brighton og Chelsea, hefur hafnað starfstilboðum frá Lyon í Frakklandi og Rangers í Skotlandi.
Athugasemdir