Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paquetá gefur í skyn að þetta sé hans síðasta tímabil
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paquetá gæti verið á förum frá West Ham eftir tímabilið, en hann var eftirsóttur í sumar og höfnuðu Hamrarnir tilboði frá Aston Villa undir lok félagaskiptagluggans.

Stórveldið Manchester City var einnig sagt vera áhugasamt en Paquetá varð að lokum eftir hjá West Ham. Hann reyndi ekki að neyða félagið til að selja sig og fagnaði marki sínu dátt í sigri gegn Nottingham Forest 31. ágúst, skömmu fyrir gluggalok.

Paquetá er 28 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við West Ham. Hann virðist ekki vera tilbúinn til að skrifa undir nýjan samning og verður mögulega seldur næsta sumar.

„Þetta snýst um að velja fólkið sem bauð þig velkominn, dæmdi þig aldrei og hafði trú á þér alla leið. Fólkið sem elskaði þig og lét þig líða eins og þú værir heima hjá þér," skrifaði Paquetá á samfélagsmiðla. Hann er meðal annars að tala um stuðninginn sem West Ham sýndi honum í máll gegn enska fótboltasambandinu.

   31.07.2025 14:36
Lucas Paqueta sýknaður (Staðfest)


„Þetta snýst um að sýna tryggð ekki bara þegar gengur vel, heldur líka þegar gengur illa. Það er ekki kominn tími til að kveðja! Við höldum áfram saman í eitt tímabil í viðbót!"

Paquetá er búinn að skora 3 mörk í 5 leikjum það sem af er tímabils.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner