Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. október 2020 14:49
Magnús Már Einarsson
Þorsteinn Aron til Fulham (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska félagið Fulham hefur keypt varnarmanninn Þorstein Aron Antonsson í sínar raðir frá Selfossi.

Hinn 16 ára gamli Þorsteinn skrifaði undir þriggja ára samning hjá Fulham.

Þorsteinn Aron spilaði með Selfossi í 2. deildinni í sumar og var fastamaður í liðinu þrátt fyrir ungan aldur.

„Þorsteinn steig sín fyrstu skref í meistaraflokk í sumar og spilaði 17 leiki í deild og bikar. Hann stóð sig með eindæmum vel og vakti áhuga í Englandi. Þorsteinn er fluttur til London en hann mun æfa og spila með u-18 liði félagsins til að byrja með," segir á Facebook síðu Selfyssinga.

„Við þökkum Þorsteini fyrir sumarið á Selfossi og óskum honum alls hins besta í Englandi og í framtíðinni. Þetta er mikil viðurkenning fyrir bæði leikmanninn og félagið."
Athugasemdir
banner
banner