Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 09:46
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola fær að versla - Chelsea og Liverpool vilja leikmann Bournemouth
Powerade
Man City vill þrjá leikmenn
Man City vill þrjá leikmenn
Mynd: Getty Images
Wirtz til Man City?
Wirtz til Man City?
Mynd: EPA
Milos Kerkez er orðaður við Chelsea og Liverpool
Milos Kerkez er orðaður við Chelsea og Liverpool
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, fær að rífa upp veskið í janúarglugganum, Chelsea og Liverpool vilja ungverskan landsliðsmann og Arsenal horfir til Ítalíu.

Þýski landsliðsmaðurinn Florian Wirtz (21), sem er á mála hjá Bayer Leverkusen og Bruno Guimaraes (27), leikmaður Newcastle United eru á óskalista Manchester City. (Times)

Pep Guardiola, stjóri Man City, mun einnig fá grænt ljós á að sækja Martin Zubimendi (25), leikmann Real Sociedad. (ESPN)

Chelsea og Liverpool vilja fá ungverska varnarmanninn Milos Kerkez (21), sem er á mála hjá Bournemouth, en félagið mun gera allt til að halda leikmanninum áfram hjá félaginu. (Football Insider)

Mikel Arteta vill fá Dusan Vlahovic (24), sóknarmann Juventus og serbneska landsliðsins, í janúar. (Caught Offside)

Spænska félagið Real Madrid hefur dregið sig úr baráttunni um franska vinstri bakvörðinn Theo Hernandez (27), en hann er á mála hjá AC Milan á Ítalíu. Manchester City leiðir nú baráttuna um hann. (Fichajes)

Gary O'Neil, stjóri Wolves, fær leikinn gegn Ipswich Town til að bjarga starfi sínu. (Football Insider)

Bournemouth óttast það að missa spænska stjórann Andoni Iraola í stærra félag í ensku úrvalsdeildinni og undirbýr því samningaviðræður við þjálfarann. (TBR Football)

Manchester United hefur náð munnlegu samkomulagi við paragvæska félagið Cerro Porteno um hinn 17 ára gamla Diego Leon. (Fabrizio Romano)

RB Leipzig vill kaupa hollenska landsliðsmanninn Xavi Simons (21). Simons er á láni hjá Leipzig frá PSG, en þýska félagið mun fá samkeppni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool. (Caught Offside)

Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen (32) gæti verið seldur frá Manchester United í janúarglugganum ef ásættanlegt tilboð berst í leikmanninn. (Florian Plettenberg)

Everton er að undirbúa tilboð í Ernest Nuamah (21), leikmann Lyon í Frakklandi. (Football Insider)

Dan Friedkin, eigandi Roma, er að ganga frá kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Áætlað er að kaupin fari í gegn í næstu viku. (Times)

Sean Dyche, stjóri Everton, verður ekki látinn fara þegar fjárfestingahópur Friedkin hefur tekið yfir félagið. (Football Insider)

Ekki stendur til að Tottenham geri félagaskipti Timo Werner (28) varanleg en hann er á láni frá RB Leipzig. Hann mun því yfirgefa Tottenham eftir tímabilið. (GiveMeSport)
Athugasemdir
banner
banner
banner