Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic fær Klimala frá Jagiellonia (Staðfest)
Klimala í leik með U20 landsliði Póllands.
Klimala í leik með U20 landsliði Póllands.
Mynd: Getty Images
Celtic er búið að klófesta pólska sóknarmanninn Patryk Klimala sem er kominn með 7 mörk í 17 leikjum fyrir Jagiellonia á leiktíðinni.

Klimala er 21 árs gamall sóknarmaður og er liðsfélagi Böðvars Böðvarssonar hjá Jagiellonia sem leikur í efstu deild í Póllandi.

Celtic kynnti Klimala til leiks í gær og verður hann afhjúpaður fyrir stuðningsmönnum síðar í dag á Celtic Park.

Celtic hefur verið langbesta liðið í Skotlandi undanfarin ár en erkifjendurnir í Rangers hafa verið að koma sterkir til baka eftir gjaldþrot og verða næstu ár spennandi í skosku titilbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner