fös 15. janúar 2021 18:30
Victor Pálsson
Draumur Pato að snúa aftur - Gæti spilað með Zlatan
Mynd: Getty Images
Það er draumur framherjans Alexandre Pato að snúa aftur til AC Milan en hann er án félags þessa stundina eftir að hafa yfirgefið Sao Paulo í Brasilíu.

Pato er 31 árs gamall en hann lék með Milan við góðan orðstír á sínum tíma eða frá 2007 til 2013.

Brassinn hefur undanfarin ár verið á ansi miklu flakki og hefuir leikið á Englandi, Spáni, í Kína og í heimalandinu Brasilíu.

Möguleiki er á að Pato fari aftur til Ítalíu í janúarglugganum en einhver lið hafa sýnt honum áhuga.

„Ég heyri að það gætu verið lið á Ítalíu se hafa áhuga á mér. Ég vil koma því á framfæri að ég er 31 árs gamall og leitast ekki eftir peningum heldur spennandi verkefni. Ef þetta væri fjárhagsleg ákvörðun hefði ég haldið áfram í Kína," sagði Pato.

„Hvernig get ég ekki hugsað vel til Milan? Við erum að tala um 150 leiki, 63 mörk, deidarmeistaratitil og bikarmeistaratitil. Það væri draumur að snúa aftur þangað."

Pato var síðar spurður út í það hvort hann myndi sætta sig við að vera á bekknum fyrir Zlatan Ibrahimovic sem er helsta vopn Milan í sókninni.

„Ég myndi segja já, hvað er vandamálið? Ég kæmi ekki til að vera varamaður. Ég myndi spila nokkra leiki og sannfæra stjórann um að halda mér í liðinu."

„Við gætum kannski spilað saman. Ég held að við myndum mynda gott teymi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner