Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool ætti að horfa til Robinson og Kerkez
Bandaríkjamaðurinn Antonee Robinson.
Bandaríkjamaðurinn Antonee Robinson.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvarðarstaðan hjá Liverpool hefur verið talsvert til umræðu og segir sparkspekingurinn Clinton Morrison að kominn sé tími á endurnýjun þar.

„Ég er hrifinn af Andy Robertson en hann var í erfiðleikum gegn Anthony Elanga í gær. Þá voru spyrnurnar hans ekki nægilega góðar. Kostas Tsimikas gerði betur eftir að hann kom inná," segir Morrison.

„Ég held að Tsimikas sé þó ekki að fara að gera tilkall í byrjunarliðssæti hjá Liverpool sem ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina."

„Antonee Robinson hjá Fulham er leikmaður sem Liverpool ætti að horfa til. Bournemouth er með vinstri bakvörð í Milos Kerkez sem mér finnst framúrskarandi. Ef ég væri að stýra Liverpool væru þetta þeir tveir sem ég væri með augastað á."
Athugasemdir
banner
banner