Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 09:11
Elvar Geir Magnússon
Valur að sækja miðvörð og HK gerir nýtt tilboð í Þorstein
Þorsteinn Aron Antonsson lék á láni með HK í fyrra og félagið vill fá hann alfarið.
Þorsteinn Aron Antonsson lék á láni með HK í fyrra og félagið vill fá hann alfarið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur gert nýtt tilboð í miðvörðinn Þorstein Aron Antonsson sem lék með liðinu á lánssamningi frá Val á síðasta tímabili. HK reyndi við Þorstein fyrr í vetur og reynir núna aftur.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Valur að sækja erlendan miðvörð og gæti það aukið líkurnar á því að Þorsteinn verði seldur. HK hefur pening milli handanna eftir að hafa selt sóknarmanninn Atla Þór Jónasson í Víking og hefur nú gert tilboð í Þorstein.

Þorsteinn er 21 árs Selfyssingur sem gekk í raðir Vals fyrir síðasta tímabil en var lánaður til HK þar sem hann spilaði lykilhlutverk og spilaði 22 leiki með liðinu í Bestu deildinni en gat ekki komið í veg fyrir fall Kópavogsliðsins niður í Lengjudeildina.

Þorsteinn skoraði þrjú mörk síðasta sumar en það er mögnuð staðreynd að öll mörkin hans voru sigurmörk gegn Fram!

Í gær var greint frá því að Valur hefði samþykkt tilboð frá Fram í miðjumanninn Bjarna Mark Duffield. Framarar fá líklega samkeppni um Bjarna því hans fyrrum félag KA hefur áhuga á að fá hann aftur í gulu treyjuna samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner