HK hefur gert nýtt tilboð í miðvörðinn Þorstein Aron Antonsson sem lék með liðinu á lánssamningi frá Val á síðasta tímabili. HK reyndi við Þorstein fyrr í vetur og reynir núna aftur.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Valur að sækja erlendan miðvörð og gæti það aukið líkurnar á því að Þorsteinn verði seldur. HK hefur pening milli handanna eftir að hafa selt sóknarmanninn Atla Þór Jónasson í Víking og hefur nú gert tilboð í Þorstein.
Þorsteinn er 21 árs Selfyssingur sem gekk í raðir Vals fyrir síðasta tímabil en var lánaður til HK þar sem hann spilaði lykilhlutverk og spilaði 22 leiki með liðinu í Bestu deildinni en gat ekki komið í veg fyrir fall Kópavogsliðsins niður í Lengjudeildina.
Þorsteinn skoraði þrjú mörk síðasta sumar en það er mögnuð staðreynd að öll mörkin hans voru sigurmörk gegn Fram!
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Valur að sækja erlendan miðvörð og gæti það aukið líkurnar á því að Þorsteinn verði seldur. HK hefur pening milli handanna eftir að hafa selt sóknarmanninn Atla Þór Jónasson í Víking og hefur nú gert tilboð í Þorstein.
Þorsteinn er 21 árs Selfyssingur sem gekk í raðir Vals fyrir síðasta tímabil en var lánaður til HK þar sem hann spilaði lykilhlutverk og spilaði 22 leiki með liðinu í Bestu deildinni en gat ekki komið í veg fyrir fall Kópavogsliðsins niður í Lengjudeildina.
Þorsteinn skoraði þrjú mörk síðasta sumar en það er mögnuð staðreynd að öll mörkin hans voru sigurmörk gegn Fram!
Í gær var greint frá því að Valur hefði samþykkt tilboð frá Fram í miðjumanninn Bjarna Mark Duffield. Framarar fá líklega samkeppni um Bjarna því hans fyrrum félag KA hefur áhuga á að fá hann aftur í gulu treyjuna samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Athugasemdir