Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mán 15. febrúar 2021 21:59
Brynjar Ingi Erluson
England: Chelsea vann Newcastle - Loksins skoraði Werner
Timo Werner skoraði og lagði upp í leiknum. Þetta var fyrsta deildarmark hans síðan í byrjun nóvember
Timo Werner skoraði og lagði upp í leiknum. Þetta var fyrsta deildarmark hans síðan í byrjun nóvember
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 0 Newcastle
1-0 Olivier Giroud ('31 )
2-0 Timo Werner ('39 )

Chelsea er komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Newcastle United á Stamford Bridge í kvöld. Olivier Giroud og Timo Werner sáu um að skora mörkin fyrir heimamenn.

Það mátti búast við því að heimamenn myndu taka öll völd í leiknum til að byrja með og varð það raunin. Liðið fékk nokkur álitleg færi snemma leiks en tókst ekki að nýta þau.

Á 20. mínútu meiddist enski framherjinn Tammy Abraham á ökkla og þurfti að fara af velli en Olivier Giroud kom inná í hans stað og var ekki lengi að láta að sér kveða.

Hann kom Chelsea yfir á 31. mínútu. Werner átti þá hættulega fyrirgjöf sem Karl Darlow varði út í teiginn. Þar var Giroud mættur til að hirða frákastið og skora með utanfótar skoti.

Aðeins sjö mínútum síðar dró heldur betur til tíðinda en Werner skoraði fyrsta deildarmark sitt frá því í byrjun nóvember. Markið var ekki fallegt en hann náði að skófla boltanum inn eftir vandræðagang í teignum. VAR skoðaði atvikið til að athuga hvort Giroud hafi snert hann með hendinni í aðdragandanum en svo reyndist ekki og markið gilt.

Í síðari hálfleiknum mætti Newcastle liðið ferskt og meira skapandi en þrátt fyrir nokkrar tilraunir tókst þeim ekki að skora. Á 71. mínútu vildi Werner fá vítaspyrnu eftir að Jamaal Lascelles ýtti honum innan teigs en ekkert var dæmt. Þegar endursýningin var skoðuð virtist Lascelles brotlegur en VAR var þó ekki sammála.

Andy Carroll vildi þá fá vítaspyrnu hinum megin á vellinum. Newcastle fékk hornspyrnu og fór Giroud utan í Carroll en dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu á enska framherjann.

Lokatölur 2-0 fyrir Chelsea sem fer upp í 4. sæti deildarinnar með 42 stig, upp fyrir West Ham og Liverpool. West Ham er nú í fimmta sætinu og Liverpool í sjötta. Newcastle er hins vegar í 17. sæti með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner