Konate til PSG - Wirtz til City eða Bayern - Nico Williams velur Barcelona
   lau 15. febrúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Unglingalandsliðsfólk skrifar undir hjá KR
Mynd: KR
KR er búið að staðfesta samninga við tvo uppalda leikmenn sem eiga leiki að baki fyrir unglingalandslið Íslands í karla- og kvennaflokki.

Sigurður Breki Kárason gerir þriggja ára samning við KR en hann hefur staðið sig vel á æfingum með meistaraflokki í vetur. Hann er mikið efni og á þrjá leiki að baki fyrir U15 ára landslið Íslands.

Sigurður er fæddur 2009 og því á 16. aldursári alveg eins og Matthildur Eygló Þórarinsdóttir.

Matthildur er bráðefnilegur markvörður með tvo leiki að baki fyrir U15 landsliðið en hún er einnig frábær í körfubolta og á leiki að baki fyrir yngri landsliðin þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner