Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 10:19
Elvar Geir Magnússon
Þrír nýliðar hjá Kósovó fyrir leikina gegn Íslandi
Icelandair
Varnarmaðurinn öflugi Amir Rrahmani er fyrirliði Kósovó.
Varnarmaðurinn öflugi Amir Rrahmani er fyrirliði Kósovó.
Mynd: EPA
Franco Foda, þjálfari Kósovó.
Franco Foda, þjálfari Kósovó.
Mynd: EPA
Næsta fimmtudag verður fyrri leikur Kósovó og Íslands í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sá seinni verður þremur dögum síðar á Spáni.

Þjóðverjinn Franco Foda er landsliðsþjálfari Kósovó en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis. Foda kynnti í gær hóp sinn fyrir komandi leiki.

Þar eru kannski ekki mörg nöfn sem hinn almenni fótboltaáhugamaður á Íslandi þekkir vel en markvörður liðsins er Arijanet Muric sem hefur leikið átján úrvalsdeildarleiki með Ipswich á tímabilinu og fyrirliðinn er Amir Rrahmani sem spilar í vörn ítalska stórliðsins Napoli.

Einhverjir ættu að kannast við Milot Rashica, sóknarleikmann sem nú er hjá Besiktas en spilaði áður fyrir Werder Bremen og í ensku úrvalsdeildinni með Norwich. Markahæsti landsliðsmaðurinn í hópnum er Vedat Muriqi með 28 landsliðsmörk en þessi fyrrum leikmaður Fenerbahce og Lazio spilar nú með Mallorca.

Í hópnum eru þrír nýliðar, þar á meðal hinn sextán ára gamli Lirjon Abdullahu sem spilar í Þýskalandi en við höfum fyrr í vikunni fjallað um valið á honum.

Hinir nýliðarnir eru Vesel Demaku, 25 ára miðjumaður sem hefur spilað fyrir öll yngri landslið Austurríkis. og Dion Gallapeni sem er tvítugur leikmaður sem spilar fyrir Pristína í Kósovó.



Athugasemdir
banner
banner