Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 15. apríl 2019 13:15
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Hermann Ágúst Björnsson (Grindavík)
Hermann Ágúst Björnsson.
Hermann Ágúst Björnsson.
Mynd: Gunnar Oddgeir
Mynd: Einkasafn
Mynd: Einkasafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík er spáð níunda sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.

Hjá Grindavík er það Hermann Ágúst Björnsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Þú getur keypt Hermann Ágúst í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Fullt nafn: Hermann Ágúst Björnsson

Gælunafn: Hat Trick Hermann

Aldur: 26

Hjúskaparstaða: Einstæður faðir en er að leita að góðri konu til að ganga Vetri mínum í móðurstað, áhugasamar finnið myndir af honum á gramminu mínu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011 eða 12

Uppáhalds drykkur: Kaffi

Uppáhalds matsölustaður: Stöðin

Hvernig bíl áttu: 90 Cruiser

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Duck Dynasty

Uppáhalds tónlistarmaður: Ferðalög plöturnar með KK og Magga Eiríks

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Rommý

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Er kalinn fastur"

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Mér er alveg sama á meðan banterinn er góður

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Anton Bronze Egilsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ingvi Sveinsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Steven Lennon á Reykjavíkurmótinu 2012 áður en að hann skoraði öll mörkin í 5-0 sigri á móti KR í úrslitum gerðu þeir jafntefli við okkur í undanúrslitum. Það þurfti að leggja Ella Jack í læsta hliðarlegu eftir þennan leik og Lennon sagði í hita leiksins við Ella að hann væri "pathetic". Elli var bara sammála því.

Sætasti sigurinn: Það var sennilega þegar ég skaut fyrsta hreindýrið mitt árið 2015 lengst inni í Tinnudal eftir 2 daga leit, 180kg tarf sem tók 12 tíma að drösla í hús.

Mestu vonbrigðin: Ég tapaði einu sinni vítaspyrnukeppni í undanúrslitum deildarinnar í college soccer og var hent þrisvar út af sama skemmtistaðnum sama kvöld fyrir parkour, þá var ég ungur og vitlaus en það var ekki hátt á manni risið eftir það.

Uppáhalds lið í enska: United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Það yrði comeback frá Halldóri Hilmis

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Ég myndi rýmka lögin um bjórdrykkju og setja 69milljónir í að innleiða almennilega tailgate menningu hérlendis.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Það eru Úlfur Ágúst Björnsson og Erlingur Jack Guðmundsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Rafn Andri Haraldsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Þær eru hver annari glæsilegri

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Olga Færseth

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Marc McAusland eða Alladdin from Aberdeen eins og hann kallar sig

Uppáhalds staður á Íslandi:
Allt utan borgarmarkanna

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Efst er mér í huga atvik frá the good ol' days of college soccer. Þar spilaði með mér ungur og efnilegur Álftnesingur sem heitir Gunnar Oddgeir. Gunnari er ýmislegt til lista lagt og lunkinn knattspyrnumaður en hann getur ekki fyrir sitt litla líf skorað mörk. Það var eitt sinn a friday night under the lights, við eigum horn og boltinn berst til Gunnars sem potar honum yfir marklínunna. Það var svo ekki fyrr en hann hafði hlaupiðð yfir völlinn þveran og endilangan að okkar stuðningsfólki, rifið sig úr að ofan og tekið þaulæfða frumsamda nútímadansblöndu af whip me nae nae eða hvað það nú í andskotanum hét og dabbað með því, að hann snéri sér við og sá að markið hafði verið dæmt af og allir biðu eftir honum svo leikar gætu hafist að nýju. Hann lagði skóna á hilluna eftir þetta.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fæ mér einn vöðvaslakandi

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum:
Ég lét náunga sem heitir Hrólfur Ólafsson lemja mig í nokkra mánuði í Mjölni í haust og eftir það hef ég gaman af UFC.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú:
Bara því sem Lexinho mælir með hverju sinni

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla:
Vinnufrið

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Euphoria í flutningi Björns Daníels

Vandræðalegasta augnablik: Það var samtal við foreldra mína þegar ég var 11 ára eftir að þau fengu símtal þess efnis að ég og Bolli Prestssonur og Anton seinna Bronze Egilsson höfðum óvart downloadað klámi í allar tölvur Laugarnesskóla.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sennilega Söru Björk, Elín Mettu og Emblu Grétars

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Maðurinn sem rataði á alla helstu fjölmiðla landsins eftir að hann gisti fangagleymslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir að hafa penetrate-að á sér búmannstaglið með þjóðhátíðargosbrunninum er frændi minn.
Athugasemdir
banner