,,Það er aldrei gott að tapa og sérstaklega heimavelli," sagði Bergsveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis eftir 4-1 tap á Fram í kvöld.
,,Manni er hálf illt í rassinum að tapa 4-1 fyrir Fram. Þeir eru ágætlega seigir en við eigum ekki að tapa 4-1 fyrir þeim."
,,Manni er hálf illt í rassinum að tapa 4-1 fyrir Fram. Þeir eru ágætlega seigir en við eigum ekki að tapa 4-1 fyrir þeim."
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 4 Fram
Fjölnismenn fóru taplausir í gegnum fyrstu sex leiki sumarsins en nú hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð.
,,Eigum við ekki að segja að það sé gott fyrir okkur að komast almennilega niður á jörðina."
,,Það er eins og við höfum verið á bleiku skýii að undanförnu. Þetta gefur okkur ekki rassgat inn í framhaldið. Við þurfum bara að rífa okkur í gang."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir