Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutan
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
   þri 15. júlí 2014 22:25
Karitas Þórarinsdóttir
Gunni Borgþórs: Allir þurftu að vera smá Schweinsteiger
Kvenaboltinn
Gunnar á hliðarlínunni í kvöld.
Gunnar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég held að það geti allir verið sammála um að liðsheildin og baráttuandinn hafi kreist þennan sigur fram þó við höfum verið skipulögð og vissum nokkurn veginn hvað þurftum að gera til að vinna," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari kvennaliðs Selfoss eftir 1 - 3 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  3 Selfoss

,,Þetta var manshaft, við töluðum um það fyrir leik að það þyrftu allir að vera smá Schweinsteiger í kvöld. Ég er hrikalega stoltur af stelpunum."

,,Mér fannst leikurinn nokkuð góður, það var mikil barátta og erfiður blautur völlur og boltinn skaust mikið. Það var því mikið af sendingafeilum. En heilt yfir skemmtilegur leikur, það er gaman þegar það er barátta og menn eru að veltast um í jörðinni með slefið út á kinn."

Leikurinn var fjörugur í fyrri hálfleik en datt niður í þeim síðari. Hvað lagði Gunnar upp með þar? ,,Ég veit ekki hvort ég eigi að segja frá því en jújú, við ákváðum að reyna að halda boltanum betur, halda áfram að glenna þær og beina þeim í þá átt sem við vissum að myndi ekki henta þeim."

Nánar er rætt við Gunnar í sjónvarpinu að ofan en þar segir hann frá því að Dagný Brynjarsdóttir, Celeste Boureille og Thelma Björk Einarsdóttir séu á förum frá félaginu í nám erlendis.
Athugasemdir