Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 15. ágúst 2022 10:59
Elvar Geir Magnússon
Aganefnd skoðar ummæli Tuchel
Tuchel var ekki sáttur við Anthony Taylor.
Tuchel var ekki sáttur við Anthony Taylor.
Mynd: Getty Images
Aganefnd enska fótboltasambandsins mun skoða ummæli Thomas Tuchel, stjóra Chelsea, um dómarann Anthony Taylor eftir 2-2 jafnteflið gegn Tottenham í gær.

Tuchel var reiður eftir að Harry Kane jafnaði fyrir Tottenham á sjöttu mínútu uppbótartímans og sagði eftir leik að Taylor ætti ekki að dæma fleiri leiki með Chelsea í framtíðinni.

Sjá einnig:
Tuchel: Engum nema dómaranum að kenna

„Ég get fullvissað þig um að allir í klefanum, hver einn og einasti maður, er á þeirri skoðun," sagði Tuchel eftir leik en Chelsea menn voru bálreiðir yfir því að ekki var dæmt brot á Rodrigo Bentancur í aðdraganda jöfnunarmarksins.

Það var hiti milli Tuchel og Antonio Conte eftir leikinn og báðir fengu að líta rauða spjaldið. Þeir munu hinsvegar ekki fara sjálfkrafa í bann og verða að öllum líkindum á hliðarlínunni um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner