Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. september 2022 15:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Svona gæti U21 hópurinn litið út: Koma einhverjir úr A-landsliðinu?
Hákon Arnar og Ísak Bergmann horfðu á U21 landsliðið tryggja sér sæti í umspilinu í júní.
Hákon Arnar og Ísak Bergmann horfðu á U21 landsliðið tryggja sér sæti í umspilinu í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson hefur ekki spilað með Lommel í upphafi móts
Kolbeinn Þórðarson hefur ekki spilað með Lommel í upphafi móts
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli er að koma til baka eftir meiðsli sem hann varð fyrir í sumar.
Atli er að koma til baka eftir meiðsli sem hann varð fyrir í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall axlarbrotnaði í lok ágúst.
Kristall axlarbrotnaði í lok ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 landsliðið mætir á næstu dögum Tékklandi í tveimur umspilssleikjum um sæti á lokamóti EM sem fram fer á næsta ári. Leikið er heima og að heiman og fer fyrri leikurinn fram á Víkingsvelli þann 23. september. Hópurinn fyrir verkefnið verður tilkynntur á morgun eins og hópur A-landsliðsins fyrir vináttuleik gegn Venesúela og leik í Þjóðadeildinni gegn Albaníu.

Undirritaður valdi fyrr í dag A-landsliðshóp út frá ýmsum upplýsingum og vangaveltum. Niðurstaðan varð sú að Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Egill Ellertsson verða í þessum U21 hópi. Það skal ítrekað að undirritaður er að velta hlutunum fyrir sér og það getur miklu meira en vel verið að þeir Davíð Snorri Jónasson (þjálfari U21) og Arnar Þór Viðarsson (þjálfari A-landsliðsins) séu að hugsa hlutina á allt annan hátt.

Þrír leikmenn sem hafa verið í U21 landsliðinu í undankeppninni fyrir EM glíma við meiðsli. Það eru þeir Kristall Máni Ingason, Logi Hrafn Róbertsson og Jökull Andrésson. Kolbeinn Þórðarson og Atli Barkarson hafa glímt við meiðsli en ættu að vera klárir í slaginn. Bjarki Steinn Bjarkason hefur ekki verið í hóp hjá Venezia að undanförnu.

Í A-landsliðshópnum sem teiknaður var upp eru sex leikmenn sem gjaldgengir eru í U21 landsliðið. Það eru þeir Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Þórir Jóhann Helgason og Andri Lucas Guðjohnsen.

Davíð Snorri hefur ekkert alltaf valið 23 manna leikmannahóp en undirritaður miðaði við þann fjölda.

Markverðir:
Hákon Rafn Valdimarsson - Elfsborg
Adam Ingi Benediktsson - Trollhattan á láni frá Gautaborg

Varnarmenn:
Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg
Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal
Óli Valur Ómarsson - Sirius
Atli Barkarson - SönderjyskE
Finnur Tómas Pálmason - KR
Birkir Heimisson - Valur
Karl Friðleifur Gunnarsson - Víkingur

Miðjumenn:
Kolbeinn Þórðarson - Lommel
Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia
Andri Fannar Baldursson - NEC á láni frá Bologna
Hákon Arnar Haraldsson - FC Kaupmannahöfn
Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax
Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur
Ágúst Eðvald Hlynsson - Valur

Sóknarmenn:
Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristiansund
Sævar Atli Magnússon - Lyngby
Mikael Egill Ellertsson - Spezia
Orri Steinn Óskarsson - FC Kaupmannahöfn
Þorleifur Úlfarsson - Houston Dynamo

Aðrir sem koma til greina:
Stefán Árni Geirsson - KR - Mjög nálægt hópnum
Valgeir Valgeirsson - Örebro - Mjög nálægt hópnum
Logi Tómasson - Víkingur - Mjög nálægt hópnum
Davíð Snær Jóhannsson - FH
Vuk Oskar Dimitrijevic - FH
Oliver Heiðarsson - FH
Gísli Laxdal Unnarsson - ÍA
Orri Hrafn Kjartansson - Valur
Jóhann Árni Gunnarsson - Stjarnan
Ísak Andri Sigurgeirsson - Stjarnan
Sveinn Margeir Hauksson - KA
Brynjar Atli Bragason - Breiðablik
Pálmi Rafn Arinbjörnsson - Skeid á láni frá Wolves

Meiddir:
Kristall Máni Ingason - Rosenborg
Jökull Andrésson - Reading
Logi Hrafn Róbertsson - FH
Athugasemdir
banner
banner
banner