Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 15. desember 2020 10:09
Elvar Geir Magnússon
Hallbera á leið til AIK
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir á leið til sænska félagsins AIK.

AIK vann sænsku B-deildina á síðasta tímabili og leikur aftur í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

AIK verður þriðja sænska félagið sem Hallbera spilar fyrir en áður hafði hún leikið fyrir Pitea og Djurgarden.

Frá 2018 hefur hún verið hjá Val en hún varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Það var hennar sjötti Íslandsmeistaratitill.

Hallbera, sem er 34 ára, á 117 landsleiki fyrir Ísland og hjálpaði landsliðinu að komast á Evrópumótið í Englandi.
Athugasemdir
banner
banner