Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. janúar 2020 01:56
Elvar Geir Magnússon
Hólmar með sigurmarkið gegn Kanada
Icelandair
Hólmar skoraði sigurmarkið.
Hólmar skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kanada 0 - 1 Ísland
0-1 Hólmar Örn Eyjólfsson ('21)

Lestu nánar um leikinn

Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði eina markið þegar Ísland vann Kanada í vináttulandsleik í Bandaríkjunum. Þetta var fyrri leikur Íslands í þessu janúarverkefni en á sunnudagskvöld verður leikur gegn El Salvador.

Davíð Kristján Ólafsson tók hornspyrnu á 21. mínútu og boltinn datt til Hólmars á fjærstönginni og hann náði að skora. Höskuldur Gunnlaugsson komst nálægt því að tvöfalda forystuna fyrir hlé en staðan 1-0 í hálfleik.

Kanada sótti mun meira í seinni hálfleiknum en varamaðurinn Kristján Flóki Finnbogason komst ansi nálægt því að skora í seinni hálfleiknum. Markvörður Kanada með gríðarlega flotta markvörslu.

Hannes Þór Halldórsson lék allan leikinn í marki Íslands og náði að halda hreinu. Flott byrjun á landsliðsárinu 2020.
Athugasemdir
banner
banner