Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 16. janúar 2021 19:26
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea rétt marði tíu leikmenn Fulham
Fulham 0 - 1 Chelsea
0-1 Mason Mount ('78)
Rautt spjald: Antonee Robinson, Fulham ('44)

Fulham og Chelsea áttust við í Lundúnaslag í enska boltanum og úr varð hörkuleikur.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð tíðindalítill þar til undir lokin þegar Antonee Robinson fékk beint rautt spjald fyrir hættulega tæklingu.

Tíu leikmenn Fulham lentu ekki í miklum erfiðleikum í síðari hálfleik þar sem lærisveinar Frank Lampard virkuðu afar bitlausir og ósannfærandi.

Lærisveinum Scott Parker leið vel allt þar til á 78. mínútu þegar Mason Mount kom Chelsea yfir. Hann nýtti sér þá frákast innan teigs og skoraði, hægt að setja spurningarmerki við Alphonse Areola í markinu sem blakaði knettinum á Mount en átti góðan leik þar fyrir utan.

Tíu leikmenn Fulham reyndu að sækja jöfnunarmark en orkan var ekki til staðar og lokatölur 0-1. Mikilvæg stig fyrir Chelsea sem er í sjöunda sæti, með 29 stig eftir 18 umferðir.

Nýliðar Fulham eru í fallsæti með 12 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner