Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. febrúar 2020 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Víkingur með stórsigur fyrir norðan
Óttar Magnús gerði tvennu
Óttar Magnús gerði tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni 0 - 5 Víkingur R.
Mörk Víkings: Óttar Magnús Karlsson 2, Helgi Guðjónsson, Atli Hrafn Andrason og Tómas Guðmundsson.

Víkingur Reykjavík gerði góða ferð norður á Akureyri í dag. Liðið vann stórsigur á Magna í A-deild Lengjubikarsins.

Óttar Magnús Karlsson átti góðan leik og skoraði tvennu. Óttar Magnús kom aftur til Víkinga úr atvinnumennsku um mitt síðasta sumar og skoraði þá fimm mörk í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni. Það verður spennandi að fylgjast með honum í sumar.

Atli Hrafn Andrason, Helgi Guðjónsson og Tómas Guðmundsson skoruðu einnig fyrir Víking. Tómas, sem er fæddur 1992, hefur ekki spilað deildarleik með Víkingi frá 2016.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða í Lengjubikarnum. Með Magna og Víkingi í riðli eru Fram, KA, Fylkir og Keflavík.

Athyglisvert er að þrír leikir voru í Lengjubikar karla í dag og enduðu þeir allir 5-0.

Önnur úrslit:
Lengjubikarinn: Valur skoraði fimm í sigri á Vestra
Lengjubikarinn: Felix Örn með tvö í stórsigri ÍBV

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner