Man Utd vann öruggan sigur á Leicester í síðasta leiknum í úrvalsdeildinni í dag.
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, er feginn að landsleikjahléið sé framundan.
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, er feginn að landsleikjahléið sé framundan.
„Mér fannst við skorta orku en það er eðlilegt eftir svona marga leiki. Þeir gáfu allt í þetta, við skoruðum þrjú mörk en við áttum að verjast betur í teignum. Við viljum alltaf meira, eftir tvær vikur með mörgum leikjum fannst mér þeir standa sig nokkuð vel," sagði Amorim.
Hinn 18 ára gamli Ayden Heaven var í byrjunarliðinu en hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla.
„Við munum skoða hann í vikunni. Hann er ungur drengur og hann veit ekki hvernig hann á að útskýra hvað er að hrjá hann, það er erfitt fyrir okkur að átta okkur á því. Hann er rólegur, við skoðum hann í vikunni," sagði Amorim.
Harry Amass fagnaði 18 ára afmælinu sínu í dag með því að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið.
„Fyrst og fremst þá á hann afmæli svo þetta er sérstakur dagur. Menn verða að átta sig á því að þeir eru heppnir að spila með Man Utd. Að sama skapi hef ég mjög gaman af því að spila ungum strákum," sagði Amorim.
Athugasemdir