Joshua Zirkzee, sóknarmaður Manchester United, verður frá í dágóðan tíma og mun mögulega missa af restinni af tímabilinu.
Hinn 23 ára gamli Zirkzee fór meiddur af velli gegn Newcastle á dögunum og hefur verið í skoðun síðustu daga.
Hinn 23 ára gamli Zirkzee fór meiddur af velli gegn Newcastle á dögunum og hefur verið í skoðun síðustu daga.
Samkvæmt heimildum BBC eru efasemdir um það að Zirkzee muni spila meira á tímabilinu.
Þá er mögulega fyrsta tímabili Zirkzee hjá Man Utd lokið en hann hefur skorað sjö mörk frá því hann var keyptur frá Bologna síðasta sumar.
Man Utd mætir Lyon í seinni leik liðanna í Evrópudeildinni á morgun. Fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og var Zirkzee á skotskónum þar.
Zirkzee, Matthijs de Ligt og Ayden Heaven voru ekki með á æfingu Manchester United í dag. Amad Diallo var mættur á æfingasvæðið en var í einstaklingsæfingum.
Athugasemdir