Þorvaldur Örlygsson þjálfari HK var nokkuð sáttur við jafntefli við Hauka í leik liðsins í Kórnum í kvöld. Hann hafði þetta um leikinn að segja.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 Haukar
"Þetta var gott stig, mikil barátta í leiknum þó maður hefði vissulega viljað taka þrjú en eftir þessa erfiðu viku og erfiðu leiki í byrjun þá er vissulega gott að taka stig.
Þeir spila mjög fast og það þarf ákveðna og góða dómara til að dæma hjá liðum sem spila fast og alveg eins langt og dómarinn leyfir og sumt var ekki leyft en það var mjög hart barist . " sem hafði ekkert mikið út á dómgæslu Jan Erics að setja.
Þessi vika er búin að vera erfið það eru bara tveir dagar síðan við spiluðum við Víking Ólafsvík í bikarnum sem er með lið sem gæti vel plumað sig í úrvalsdeild í dag. Við erum að spila við Hauka í dag sem missa af sæti í úrvalsdeild í fyrra á markatölu þannig að við erum að spila við hörku lið.
Þetta voru sanngjörn úrslit þegar á heildina er á litið, það voru svo sem ekkert mörg opin færi bara barátta eins og gerist oft í byrjun og þegar við erum að spila á móti liði sem spilar fast þá verðum við að vera tilbúnir í það. Ég var ánægður með vinnsluna og dugnaðinn í okkar mönnum það var kraftur í þeim þrátt fyrir að það væri bara tveir dagar síðan við spiluðum seinast.
Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir