Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sveindís lagði upp jöfnunarmarkið í uppbótartíma
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: EPA
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliðinu hjá Angel City og lék allan leikinn í jafntefli gegn San Diego Wave í bandaríska kvennaboltanum.

Staðan var markalaus allt þar til á lokakaflanum í jöfnum og skemmtilegum slag. Makenzy Robbe kom inn af bekknum og tók forystuna fyrir heimakonur í San Diego á 85. mínútu leiksins.

Gestirnir úr englaborginni svokölluðu jöfnuðu svo metin í uppbótartíma eftir frábæra stoðsendingu Sveindísar. Hún fékk boltann úti á hægri kanti, fór auðveldlega framhjá varnarmanni og gaf frábæra fyrirgjöf með vinstri. Fyrirgjöfin rataði beint á kollinn á varnarjaxlinum Alanna Kennedy sem skallaði boltann í netið. Kennedy fór upp í sóknina til að taka þátt í hornspyrnu skömmu fyrr.

Lokatölur 1-1 og eru Sveindís og stöllur í neðri hluta deildarinnar með 16 stig eftir 15 umferðir. Sveindís var að spila sinn annan leik fyrir Angel City eftir að hafa komið á frjálsri sölu frá þýska stórveldinu Wolfsburg í sumar.

Í gær var leikið í efstu deild norska boltans og var Iris Omarsdottir í byrjunarliði Stabæk sem steinlá á heimavelli gegn Rosenborg. Selma Sól Magnúsdóttir var ekki með í liði Rosenborg vegna meiðsla.

San Diego Wave 1 - 1 Angel City
1-0 Makenzy Robbe ('85)
1-1 Alanna Kennedy ('92)

Stabæk 0 - 3 Rosenborg
0-1 R. Holum ('37)
0-2 R. Holum ('82)
0-3 K. Sodahl ('89)
Athugasemdir
banner
banner